top of page

FRÆÐSLA

Nátturufræði

Hér eru nokkrir punktar úr bókinni Nátturþankar eftir Bjarna E Guðleifsson og Bryhildi Bjarnadóttur.

Vatn

Utan úr heimi virðist jörðin bláleit og er oft nefnd blái hnötturinn. Það er vatnið, aðallega sjórinn sem gefur jörðinni þennan lit.

 

Mannslíkaminn er

65% súrefni

18% kolefin

10% vetni

3% köfnunarefni

2% fosfór

 

Maðurinn getur lifað matarlaus í allt að tvo mánuði en vatnslaus varla meira en viku og loftlaus bara örfaár mínútur enda kemur í ljós að í meðalmanni eru nærri 50 lítrar af vatni dreifðir um alla vefi líkamans.

 

Myndlistarverk þar sem vatn spilar stór hlutverk:

Fyssa eftir Rúrí

Vatnasafnið í Stykkishólmi

 

Loft

Loftið er ekki eins sýnilegt og jörðin og vatnið. Loftið er efni sem við sjáum ekki, finnum stundum fyrir en er okkur algjörlega lífsnauðsynlegt, er í raun eins og vatnið, grundvöllur þess að á jörðinni þrífist lífverur. Tengsl lofthjúps og lífríkis eru órjúfanleg og afar mikilvæg. Flestar lífverur anda að sér lofti sem við köllum andrúmsloft.

Hreint loft er sú efnablanda sem myndar andrúmsloftið án íblöndunarefna frá manninum. Loftið er á stöðugri hreyfingu og endurnýjast sífellt. Við verðum vör við það í roki og rigningu.

 

Vindur er loft sem færist úr stað fyrir tilstilli sólarorkunnar og getur vindurinn birst sem þýð gola og ofsafenginn fellibylur, allt vegna þess að loftið leitar jafnvægis sem sólarorkan hefur raskað.

 

 

Eldur - Orka

 

Jarðhnötturinn er kerfi sem er opið fyrir orku en ekki fyri refni. Orkan streymir stöðugt til jarðarinnar frá sólinni, en efnið einungis í litlum mæli sem losftsteinar og geimryk. Efni og orku getum við hvorki eytt né myndað, við notum það sem jörðin býður upp á. Efni og orka eru sífellt að breytast hvort í annað og blandast. Þetta er hringrás, eins konar endurvinnsla.

(Heimildir: Bjarni E. Guðleifsson og Brynhildur Bjarnadóttir)

bottom of page