top of page

FJARAN
Fjaran býður upp á endalausa möguleika hvort sem maður vinnur verkefni á staðnum eða tekur með sér efni úr fjörunni. Það er tilvalið að vinna útiskúlptúra úr því efni sem fyrir finnst í fjörunni og búa til mandölur, munstur og form úr steinum í sandinn. Einnig er tilvalið fyrir hóp að vinna sameiginlegt verk í fjörunni. Í fjörunni finnast margar gerðir af þangi, steinum, kuðungum. Fjörur á sunnan- og vestanverðu Nesinu eru yfirleitt lágar sandfjörur en stórgrýttara að norðanverðu. Víðast meðfram ströndinni er búið að hlaða upp görðum til varnar fyrir sjávargangi. Gott er að kynna sér upplýsingar um flóð og fjöru áður en lagt er af stað.
VERKEFNI








Hér geturðu hlaðið niður verkefnum
minni upplausn
bottom of page