top of page
IMG_2189.HEIC

NESSTOFA

Nesstofusafn er hluti af Þjóðminjasafni Íslands og er til húsa í Nesstofu sem byggð var sem landlæknisbústaður 1763. Þar eru til sýnis lækningatæki úr eigu lækna og heilbrigðisstofnana, þau elstu frá síðari hluta 18. Aldar. Nesstofa var embættisbústaður landlæknis til ársins 1834. Þegar Nesstofa er skoðuð í dag er vert að hafa í huga fáein atriði sem ekki liggja í augum uppi. Núna stendur húsið stakt en var áður innan um þyrpingu bæja og útihúsa, sem byggð voru úr timbri og torfi. Húsið var í öndverðu ívið reisulegra á að líta, útitröppurnar með tveimur þrepum og þökin annars konar. Því gefur Nesstofa, eins og Þjóðminjasafn Íslands hefur gengið frá henni, sannferðugasta mynd af því hvernig steinhúsin litu út á átjándu öld.

VERKEFNI

Nesstofa-01.jpg
Nesstofa-02.jpg
Nesstofa-03.jpg
Nesstofa-04.jpg

Hér geturðu hlaðið niður verkefnum

minni upplausn

bottom of page