VERKEFNABANKI
Verkefnabankinn skiptist í tvo flokka. Verkefni fyrir yngra stig sem er fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára og fyrir eldra stig sem er fyrir nemendur á aldrinum 10-13 ára. Verkefnin má aðlaga og mörg þeirra henta einnig fyrir allan aldur og mætti nota í listasmiðjur fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Verkefnunum er ætlað að hjálpa kennurum og nemendum að nýta nærumhverfið til innblásturs fyrir skapandi verkefni.
Með námsefninu gefst nemendum möguleiki á að auka meðvitund sína um nærumhverfið, fá tækifæri til að uppgötva náttúruna samhliða því að þjálfa athyglina, skynjunina og sköpunarkraftinn. Aðferðir grenndarnáms hvetja til víðsýni, fagna fjölbreytni og ólíkri reynslu og upplifunum. Þá eru útivist og snerting við náttúruna talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan.