top of page
IMG_9801.HEIC

VERKEFNABANKI

Verkefnabankinn skiptist í tvo flokka. Verkefni fyrir yngra stig sem er fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára og fyrir eldra stig sem er fyrir nemendur á aldrinum 10-13 ára. Verkefnin má aðlaga og mörg þeirra henta einnig fyrir allan aldur og mætti nota í listasmiðjur fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri.  Verkefnunum er ætlað að hjálpa kennurum og nemendum að nýta nærumhverfið til innblásturs fyrir skapandi verkefni.

Með námsefninu gefst nemendum möguleiki á að auka meðvitund sína um nærumhverfið, fá tækifæri til að uppgötva náttúruna samhliða því að þjálfa athyglina, skynjunina og sköpunarkraftinn. Aðferðir grenndarnáms hvetja til víðsýni, fagna fjölbreytni og ólíkri reynslu og upplifunum. Þá eru útivist og snerting við náttúruna talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan.

VERKEFNI
Nesstofa_sto%CC%81r_edited.jpg

Nesstofa

Í þessum verkefnum velta nemendur fyrir sér hugtakinu vistarvera og hvers við þörfnumst í lífinu. Þau fræðast um elstu steinhúsin og rannsaka mismunandi áferðir veggja og málningarlaga þar sem málningin segir sögu.

IMG_7430.HEIC

Lyfjafræðisafnið

Í þessum verkefnum kynna nemendur sér tæki og muni sem eru til sýnis í Lyfjafræðisafninu. Þau æfa sig í teikningu og kanna líkindi ólíkra hluta, velta fyrir sér hlutverki þeirra og rannsaka þurrkaðar jurtir og fræðast um þær.

IMG_4031.jpeg

Urtagarðurinn

Í þessum verkefnum kynnast nemendur plöntum og jurtum á ólíka vegu. Þau rannsaka form, lögun og eiginleika plantna og vinna skapandi verkefni í ólíka miðla. Nemendur öðlast dýpri skilning og verða fróðari um íslenskar plöntur.

IMG_1499.HEIC

Bakkatjörn

Í þessum verkefnum fræðast nemendur um lífríkið í kringum Bakkatjörn. Fuglalíf, smádýr og jarðvegsdýr verða rannsökuð og skapandi verkefni unnin. Nemendur kynnast aðferðum rannsókna í listksköpun og áhersla lögð á óvæntar útkomur.

IMG_8544.HEIC

Ljóskastarahúsið

Í þessum verkefnum verður unnið út frá ólíkum tegundum korta. Nemendur velta fyrir sér stærðarhlutföllum, fjarlægðum og hnitum. Nemendur tengja við umhverfi sitt og staðsetja sig og hugsa umnærumhverfið á marga vegu og setja það í samhengi.

IMG_8546_edited.jpg

Varða í Suðurnesi

í þessum verkefnum velta nemendur fyrir sér hugtakinu varða. Nemendur búa til sín eigin skilit og merkingar og velta fyrir sér upplýsingagjöf, merkingum og hvað þeir myndu vilja segja ef þeir hefðu tækifæri á að láta rödd sína heyrast.

IMG_8433.HEIC

Fjaran

Í þessum verkefnum kynnast nemendur þeim óendanlegu möguleikum sem fjaran býður upp á. Áhersla er lögð á tilraunir og óvæntar niðurstöður og skapandi vinnuflæði. Nemendur vinna með jákvætt og neikvætt rými.

IMG_8419.HEIC

Yngra stig

Hér eru tekin saman verkefni sem henta vel 6-9 ára eða breiðum aldurshópi 6-13 ára. 

IMG_8531.HEIC

Eldra stig

​Hér eru tekin saman verkefni sem henta eldra stigi vel 10-13 ára ásamt verkefnum sem henta breiðum aldurshópi 6-13 ára. 

bottom of page