top of page

FRÆÐSLA

Mannvirkið Ljóskastarahúsið við Urð á Suðurnesi er einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi. Húsið er 26 fm. Að grunnfleti, steinsteypt ofan á grjóthleðslu. Gólf, veggir og þak eru úr steinsteypu. Á heimasíðu Minja­stofn­un­ar seg­ir að mann­virkið sé ein­stakt á Íslandi og mik­il­væg heim­ild um her­náms­tím­ann og um­svif breska setuliðsins hér á landi.

Húsið var byggt utan um ljós­kast­ara við upp­haf seinni heimstyrj­ald­ar, vet­ur­inn 1940-41. Húsið var hannað af Lloyd Benjam­in, verk­fræðingi breska setuliðsins. Sami höf­und­ur teiknaði gamla flugt­urn­inn á Reykja­vík­ur­flug­velli, sem friðaður var af ráðherra árið 2011.

Ljós­kast­ar­inn var hluti af varn­ar­búnaði breska hers­ins við inn­sigl­ing­una að Reykja­vík. Húsið tengd­ist her­skála­hverfi á Suður­nesi og er eina mann­virkið sem eft­ir er frá þeim tíma. Húsið er hið eina sinn­ar teg­und­ar hér landi en vitað er um svipuð hús í Fær­eyj­um, við Lossie í Skotlandi og í Ástr­al­íu. Ekki hafa fund­ist ná­kvæm­lega eins hús og því kann húsið við Urð að hafa fá­gæt­is­gildi á heimsvísu.

Ljóskastarahúsið var friðað árið 2019.

Ljóskastarahús_frétt.jpg
bottom of page