top of page

FRÆÐSLA

Nesstofusafn er hluti af Þjóðminjasafni Íslands og er til húsa í Nesstofu sem byggð var sem landlæknisbústaður 1763. Þar eru til sýnis lækningatæki úr eigu lækna og heilbrigðisstofnana, þau elstu frá síðari hluta 18. Aldar. Nesstofa var embættisbústaður landlæknis til ársins 1834. Þegar Nesstofa er skoðuð í dag er vert að hafa í huga fáein atriði sem ekki liggja í augum uppi. Núna stendur húsið stakt en var áður innan um þyrpingu bæjar- og útihúsa, sem byggð voru úr timbri og torfi. Húsið var í öndverðu ívið reisulegra á að líta, útitröppurnar með tveimur þrepum og þökin annars konar. Því gefur Nesstofa, eins og Þjóðminjasafn Íslands hefur gengið frá henni, sannferðugasta mynd af því hvernig steinhúsin litu út á átjándu öld.

Þegar Nesstofa er skoðuð í dag er vert að hafa í huga fáein atriði sem ekki liggja í augum uppi. Núna stendur húsið stakt en var áður innan um þyrpingu bæjar- og útihúsa, sem byggð voru úr timbri og torfi. Húsið var í öndverðu ívið reisulegra á að líta, útitröppurnar með tveimur þrepum og þökin annars konar. Því gefur Nesstofa, eins og Þjóðminjasafn Íslands hefur gengið frá henni, sannferðugasta mynd af því hvernig steinhúsin litu út á átjándu öld.

 

Á veggjum hússins sjást nokkrar kynslóðir af málningarlögum. Veggfletir hafa verið endurgerðir í samræmi við elsta litalagið og kalkaðir hvítir. Blái liturinn, ultramarine, var vinsæll litur á 19. öld. Yngsta, rauðleita lagið er olíumálning, líklega frá upphafi 20. aldar.

Bjarni Pálsson

Bjarni Pálsson (1719-1799), landlæknir, lauk prófi í læknisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1759. Á námsárum sínum hafði hann, ásamt Eggerti Ólafssyni, farið í rannsóknarferðir um Ísland. Þessar rannsóknarferðir stóðu yfir í um sex ár og könnuðu þeir félagar svo til allar byggðir landsins; gengu á fjöll og jökla og söfnuðu náttúrugripum. Árið 1772 kom út Ferðabók Eggerts og Bjarna sem var mikið brautryðjendaverk og hefur enn í dag mikið gildi sem heimild um náttúrusögu og hagi landsmanna á 18. öld. Í konungsúrskurði um skipun landlæknis árið 1760 var gert ráð fyrir byggingu embættisbústaðarins á einhverri konungsjörð á Suðurlandi og varð Nes á Seltjörn fyrir valinu. Bjarni Pálsson gegndi starfi landlæknis allt til dauðadags og nær allan sinn embættisferil bjó hann í Nesstofu ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Skúladóttur og börnum. Nesstofa var embættisbústaður landlæknis til ársins 1834.
 

http://www.thjodminjasafn.is/media/sersyningar/Nesstofa_islenska_290609.pdf

bottom of page